FÉLAG ÍSLENSKRA LANDSLAGSARKITEKTA

Síðustu forvöð: Ljósmyndasamkeppni IFLA

Nú eru að verða síðustu forvöð til að skila inn ljósmynd í ljósmyndasamkeppni IFLA. Fresturinn rennur út 30. júní 2022.

 

Þema samkeppninnar er landbúnaðarlandslag í margvíslegu formi svo ef þið eigið góða mynd í fórum ykkar sem tengist landbúnaði, sjávarútvegi, búfénaði eða skógrækt skuluði endilega senda hana inn sem fyrst – nú eða stökkva út með myndavélina! Verðlaunahafinn hlýtur 500 evrur en auk þess munu þær myndir sem hljóta 1.-5. sæti  birtast á heimasíðu og samfélagsmiðlum IFLA.

 

Nánari upplýsingar um keppnina má finna hér.