FÉLAG ÍSLENSKRA LANDSLAGSARKITEKTA

Hvað gera landslagsarkitektar

Eftirfarandi texti er byggður á skilgreiningu sem ISCO/08 birti um starfsgreinina 7. júlí 2020 og var unnin af Alþjóðasamtök Landslagsarkitekta IFLA

Landslagsarkitektar skipuleggja, hanna og móta náttúrulegt og byggt umhverfi og beita fagurfræðilegum og vísindalegum lögmálum til að styðja við vistvæna sjálfbærni, gæði og heilsu landslags, uppsafnaða þekkingu, arfleifð, menningu og réttláta landnýtingu. Með því að leiða og samræma önnur þekkingarsvið, takast landslagsarkitektar á við samspil náttúrulegra og menningarlegra vistkerfa, svo sem með aðlögun og mildandi aðgerðum í tengslum við loftslagsbreytingar og stöðugleika vistkerfa, auk félagshagfræðilegra úrbóta og aðgerða á heilsu- og velferðasviði sem miðast að því að búa til staði þar sem búið er að gera ráð fyrir félagslegri og efnahagslegri velsæld.

Hlutverk landslagsarkItekta eru meðal annars:

  • Að þróa og móta landslagið með því að framkvæma aðgerðir og undirbúa og hrinda í framkvæmd verkefnum til verndar minjum, varðveislu náttúru- og menningarlandslags, endurreisn á illa förnu landslagi og nýsköpun með ferlum sem samanstanda af hönnun, áætlanagerð, stjórnun og viðhaldi.
  • Að stunda rannsóknir og greiningar til að þróa sjálfbæra landslagshönnun, bætta skipulags- og stjórnunarhætti, kenningar, aðferðir og þróunaráætlanir til að stuðla að grænum innviðum, sjálfbæra stjórnun á náttúrulegu, landbúnaðar-, dreifbýlis- og borgarlandslagi og sjálfbæra notkun og beitingu alþjóðlegra umhverfisauðlinda.
  • Að framkvæma hagkvæmniathuganir og áhrifamat til að meta áhrif þróunar á vistfræði, umhverfiseiginleika, menningarverðmæti og samfélagsheilsu og heilnæmi landslaga.
  • Söfnun og skjalfesting gagna í gegnum staðargreiningar, þar með talið mat á staðbundnum hefðum, lögun lands, jarðvegi, gróður, vatnafræði, sjónræna eiginleika og manngerða og -stýrða eiginleika.
  • Undirbúningur landslagskjala, þar með taldar teikningar, forskriftir, áætlanir og samningsgögn og útboð fyrir viðskiptavini.
  • Umsjón með stafrænni tækni og framsetningu landkerfa og kynningum fyrir viðskiptavini og/eða samfélagið á verkefnum í tengslum við umhverfi og landslag.
  • Hvetja til almennrar þátttöku grenndarsamfélaga, yfirvalda og hagsmunaaðila við að móta ákvarðanatöku í tengslum við landslagsmál.
  • Miðla sérfræðiþekkingu og hagsmunagæslu um landslagsmál við að leysa ágreiningsmál, fyrir dómstóla, samkvæmt umboði, í keppnum, í fjölmiðlum og vegna almannatengsla.

Skilgreininguna fyrir alþjóðlegu starfaflokkunina (ISCO) á PDF formi má nálgast hér