FÉLAG ÍSLENSKRA LANDSLAGSARKITEKTA

Opið fyrir styrktarumsóknir hjá Myndstef

Opnað hefur verið fyrir styrkumsóknir til Myndstefs þar sem veittir eru styrkir til myndhöfunda. Umsóknafrestur er út 17. ágúst, umsóknir sem berast utan auglýsts umsóknartíma verða ekki teknar gildar. Veittir eru ferða-og menntunarstyrkir og verkefnastyrkir. Rétt til að sækja um styrki hafa myndhöfundar í Myndstefi og aðrir starfandi myndhöfundar.

Fjármunir sem Myndstef úthlutar með þessum hætti eru hluti greiðslna til samtakanna vegna notkunar á vernduðum myndverkum sem ekki er hægt að greiða beint til einstaka höfunda, t.d. vegna þess að höfundar eru fallnir úr vernd, höfundar finnast ekki eða vegna samningskvaða-samninga (heildarsamninga).

Sérstök úthlutunarnefnd sér um afgreiðslu styrkbeiðna og ákvörðun styrkveitinga. Úthlutunarnefnd er tilnefnd af aðildarfélögum Myndstefs og skulu aðilar vera tilnefndir skv. eftirfarandi; 1 af sviði myndlistar, 1 af sviði ljósmyndunnar og 1 af sviði hönnunar og arkitektúrs. Ný nefnt tekur til starfa á þessu ári, tilnefnd af Félagi íslenskra samtímaljósmyndara (FÍSL), Miðstöð hönnunar og arkitektúrs og Sambandi íslenskra myndlistarmanna (SÍM).

Nánari upplýsingar má finna á heimasíðu Myndstefs