FÉLAG ÍSLENSKRA LANDSLAGSARKITEKTA

Jólasöguganga, jólaglögg og jólafögnuður

Senn líður að jólagleði FÍLA!?Við ætlum að hittast klukkan 20.00 þann fimmta desember fyrir framan elsta hús Reykjavíkur Aðalstræti 10. Þar mun Helga Maureen Gylfadóttir sagnfræðingur hefja jólasögugöngu þar sem hún mun leiða okkur um söguslóðir í miðbæ Reykjavíkur. Á leiðinni ætlum við að skála í jólaglöggi en bæði áfengt og óáfengt glögg verður í boði. Það þarf að skrá sig, annaðhvort á Facebooksíðu viðburðarins eða á netfangið ritari@fila.is fyrir kl. 12.00 á hádegi, mánudaginn 4.desember. Munið eftir hlýjum fötum og takið endilega með ykkar eigin bolla fyrir heita drykkinn. Hlökkum til að sjá sem allra flest!