FÉLAG ÍSLENSKRA LANDSLAGSARKITEKTA

Fílar heimsækja brugghús

Næstkomandi fimmtudag ætla Fíla-meðlimir að hittast á hinni sívinsælu bruggstofu Malbygg eftir vinnu. Viðburðurinn hefst klukkan 17.30 en þá fáum við fræðslu um bjórframleiðslu og förum í skoðunarferð um brugghúsið. Því næst verður farið á bar Malbyggs þar sem við munum smakka á fjórum mismunandi bjórtegundum. Við verðum með salinn til 23.00 svo við hvetjum auðvitað alla til að staldra við eftir fræðsluna og ræða FÍLA mál, landslagsarkitektúr og annað í góðum félagsskap yfir hágæða kraftbjór. Fræðslan, bjórsmakkið og einn stór bjór að auki er ókeypis fyrir FÍLA-meðlimi en það þarf að skrá sig á facbooksíðu viðburðarins ( FÍLA – hópur fyrir félagsmenn | Facebook ) eða á ritari@fila.is

Hlökkum til að sjá sem allra flest! ?