FÉLAG ÍSLENSKRA LANDSLAGSARKITEKTA

Haustfundur FÍLA 2023

Miðvikudaginn síðastliðinn var haldinn umræðufundurfundur FÍLA í safnaðarheimili Neskirkju. Alls mættu yfir 30 félagsmenn til að ræða framtíð félagsins og hvort og þá hvernig bregðast ætti við þeim áskorunum sem félagið glímir nú við. Hópurinn er að eldast, endurnýjungin er ekki alveg nógu góð og erfitt er að fá félagsfólk til að vera með í nefndum. Frá þessu greindi Ómar Ingþórsson, formaður eftir léttan kvöldverð ásamt því að fara yfir það hvernig hin Norðurlöndin hafa verið að bregðast við þessum sömu vandamálum. Þrjár spurningar voru lagðar fyrir félagsmenn: 1)Munu aðrir þeir sem hafa grunnnám í landslagsarktitektúr en ekki meistarapróf í greinninni fá að vera félagsmenn í félaginu, ólíkt lögum þess í dag? 2) Hvað gerist ef löggildingin fellur úr gildi (þessi punktur var einungis til að skapa umræðu)? 3) Eigum við að sameinast öðru félagi?

Markmið umræðufundarins var að heyra hver afstaða félagsfólks væri til þessara mála og hvort stjórnin fengi umboð til að halda áfram vinnu við að kanna möguleikann á annars vegar að opna félagið og hinsvegar að sameinast öðrum félögum á einhvern hátt.

Almenn jákvæðni meðal félagsmanna í salnum var fyrir því að opna félagið með þeim fyrirvara að þeir sem lokið hefðu meistaraprófi í landslagsarkitektúr hefðu áfram einhverja sérstöðu innan félagsins. Jafnframt voru fundargestir almennt sammála um kosti þess að skoðað yrði hvort áhugi væri meðal hinna arkitektastofa á að stofna einhvers konar regnbogasamtök arkitektafélaga. Niðurstaða fundarins var því sú að stjórn FÍLA myndi ásamt vinnuhópi hefja fyrrgreinda vinnu. Áhugasamir, sem vilja vera í téðum vinnuhópi er bent á að hafa samband við stjórnarmeðlimi eða í gegnum netfang ritari@fila.is

Margar aðrar góðar umræður spunnust á fundinum sem hafa nú verið safnað saman og munu nýtast við áframhaldandi vinnu.

Í lokin héldu landslagsarkitektanemarnir Auður Ingvarsdóttur og Pétur Guðmundsson erindi þar sem þau kynntu hið velheppnaða mannlífverkefni, Bæjarrými þau unnu í Dalvíkurbyggð í sumar ásamt Styrmi Níelssyni undir stjórn Önnu Kristínar Guðmundsdóttur landslagsarkitekt. Skýrsluna má finna hér https://drive.google.com/…/14FZq4wlWNGGYVmSzGFlote…/view

Stjórn og dagskrárnefnd FÍLA þakkar fundargestum og fyrirlesurum kærlega fyrir ákaflega skemmtilegan og fjörugan fund.