Hugmyndasamkeppni um skipulag Gufunessvæðisins í Grafarvogi
Reykjavíkurborg auglýsir eftir þátttakendum í forval fyrir lokaða hugmyndasamkeppni um skipulag Gufunessvæðisins í Grafarvogi. Innan þess svæðis sem um ræðir falla Gufunesbærinn og lóð Áburðarverksmiðjunnar. Samkeppnin er haldin í samstarfi við Félag Íslenskra Landslagsarkitekta.
Hugmyndasamkeppnin gengur út á að kalla eftir hugmyndum að skipulagi og hönnun, sem er í samræmi við meginstefnu í gildandi aðalskipulagi Reykjavíkur 2010 – 2030. Skipulag svæðisins hefur lengi verið órætt svæði og miklar umræður um framtíðarþróun þess. Kominn er tími á að fá upp hugmyndir að framtíðarþróun og raunhæfar tillögur á svæðinu.
Keppnislýsingu má nálgast á vef Reykjavíkurborgar.