FÉLAG ÍSLENSKRA LANDSLAGSARKITEKTA

Samkeppni um rammaskipulag Lyngássvæðis

Bæjarstjórn Garðabæjar ákvað síðastliðið haust að efna til samkeppni um rammaskipulag Lyngássvæðis og svæðisins við Hafnarfjarðarveg.

Samkeppnin var opin hugmyndasamkeppni og framkvæmd hennar var í samstarfi við Arkitektafélag Íslands. Niðurstöður dómnefndar liggja nú fyrir og voru þær kynntar þriðjudaginn 28. júní 2016. Alls bárust 11 tillögur og voru fjórar þeirrar verðlaunaðar.

Í fyrsta sæti var sameiginleg tillaga arkitektastofunnar Batteríið-Arkitektar, landslagsarkitektastofunnar Landslags og verkfræðistofunnar Mannvits. Í öðru sæti var tillaga Arkitektastofunnar JTP, Viaplan og Alta ehf.   Tvær arkitektastofur deildu síðan með sér 3. og 4. sæti en það voru Arkitektastofurnar Felixx og Jvantspijker ásamt verkfræðistofunni VSÓ ráðgjöf annars vegar og Ask arkitektar hins vegar.

Tillögurnar verða til sýnis á Garðatorgi dagana 28. júní til 8. júlí frá kl. 13-18. Sýningarstaður er í sýningarsal á hæðinni fyrir ofan bókasafnið þar sem Sportland var áður til húsa.  Bílastæði eru austan megin við húsið og þar er hægt að ganga beint inn í salinn. Jafnframt er hægt að sjá plansa frá öllum tillögum hér á vef Garðabæjar.

Í dómnefnd sátu Áslaug Hulda Jónsdóttir bæjarfulltrúi og formaður dómnefndar, Guðrún Dóra Brynjólfsdóttir skipulagsfræðingur, Brynjar Darri Baldursson arkitektanemi, Hildur Gunnlaugsdóttir arkitekt og Helgi Mar Hallgrímsson arkitekt.

Nánari upplýsingar má finna á heimasíðu Garðabæ.