FÉLAG ÍSLENSKRA LANDSLAGSARKITEKTA

Hermann Georg Gunnlaugsson kosinn gjaldkeri í nýrri stjórn hjá IFLA WORLD

Heimssamtök landslagsarkitekta, IFLA WORLD birti nýlega niðurstöður úr kosningum til nýrrar stjórnar og var okkar eigin Hermann Georg Gunnlaugsson kosinn í embætti gjaldkera. Bruno Marques frá Portúgal verður formaður samtakanna en auk þeirra verða Kharbal James Kaltho frá Nígeríu, Julian Raxworthy frá Ástralíu og Indra Purs frá Lettlandi í stjórninni.

IFLA WORLD samanstendur af landslagsarkitektum úr 77 löndum. Hlutverk samtakanna er meðal annars að efla og auka sýnileika faggreinarinnar auk þess sem þau standa fyrir öflugu fræðslu- og ráðstefnustarfi.

Hermann er eigandi teiknistofunnar Storð. Hann var formaður FÍLA 2013-2016 en gegndi auk þess hlutverki varaforseta IFLA EUROPE 2015-2019. Við óskum honum innilega til hamingju með kosninguna.

mynd: tstord.is