FÉLAG ÍSLENSKRA LANDSLAGSARKITEKTA

Síðustu forvöð: Ábendingar til Hönnunarverðlauna Íslands 2022

Lokað verður fyrir ábendingar til Hönnunarverðlauna Íslands þann 29. ágúst, mánudaginn næsta á miðnætti svo við hvetjum eigendur góðra verkefna til að tilnefna eigin verk – nú eða annarra!

Hönnunarverðlaun Íslands varpa ljósi á mikilvægi og gæði íslenskrar hönnunar og arkitektúrs og beina sjónum að því besta sem gert er á sviði hönnunar og arkitektúrs á Íslandi um leið og einstaka hönnuðum eða hópum hönnuða er veitt mikilvæg viðurkenning. Þau eru heiðurs og peningaverðlaun, veitt hönnuði, hönnunarteymi eða -stofu fyrir einstakan hlut, verkefni eða safn verka sem þykja skara fram úr. Hönnuðir þurfa að vera félagar í einu af aðildarfélögum Miðstöðvar hönnunar og arkitektúrs eða fagmenn á sínu sviði til að hljóta verðlaunin.

Markmiðið með innsendingunum er að tryggja að afburðaverk fari ekki fram hjá dómnefnd. Vinningshafar geta komið úr öllum greinum hönnunar.

Hægt er að senda ábendingar inn á heimasíðu hönnunarmiðstöðvar.