FÉLAG ÍSLENSKRA LANDSLAGSARKITEKTA

Heiðar Smári Harðarson

Sjáið Heiðar. Hann á afmæli eins og Félag íslenskra landslagsarkitekta.

Heiðar fór aftur í skóla í hruninu og kláraði umhverfisskipulagið á Hvanneyri árið 2013, fór beint í masterinn og kláraði í Arkitekta og hönnunarháskólanum í Osló (AHO) sumarið 2015. Heiðar er starfandi skrúðgarðyrkjumeistari og vinnur hjá Garðvélum ehf. en stofnaði litla teiknistofu sem heitir ArcLand ehf. þar sem hann vinnur við smærri verkefni eins og einkagarða. Heiðar er einnig stundarkennari við skrúðgarðyrkjubrautina í Garðyrkjuskólanum í Hveragerði.

Heiðari finnst skemmtilegast að framkvæma verkin sjálfur, hvort sem hann teiknar þau sjálfur eða ekki, og að leysa vandamál á staðnum í samstarfi við landslagsarkitekta og garðeigendur.

Í tilefni dagsins var Heiðar spurður spjörunum úr.

  • Áttu þér uppáhalds tré? Þau eru öll börnin mín og erfitt að gera upp á milli þeirra…en fallegt kræklótt og flagnandi birkitré er alltaf gaman að horfa á..
  • Er einhver landslagsarkitekt / arkitekt sem þér þykir skara fram úr? Ég verð að segja Jeppe Aagaard Andersen sem var leiðbeinandi minn í Osló, og Gauthier Durey samnemandi þar og mikill snillingur. James Corner og Peter Walker eru flottir.
  • Hvaða bók er á náttborðinu? Akkúrat núna eru það Sandman bækurnar eftir Neil Gaiman.
  • Hvert er uppáhalds útivistarsvæðið þitt? Elliðaárdalurinn frá sjó og upp í Heiðmörk er í algjöru uppáhaldi og hefur alltaf verið.
  • Fallegasti staður á landinu? Þórsmörkin, ógnvekjandi og falleg í senn.
  • Áttu þér uppáhalds tónlistarmann? Það líður varla sá dagur að ég heyri ekki í Tom Waits og svo hlusta ég mikið á The Brian Jonestown Massacre og Nick Cave.
  • 30×30 eða 40×40? 40×40 alla leið! maður er miklu fljótari að leggja þær 😉

 

Þetta var Heiðar. Hann á afmæli eins og Félag íslenskra landslagsarkitekta.  Verið eins og Heiðar.