FÉLAG ÍSLENSKRA LANDSLAGSARKITEKTA

Afmælisbarn dagsins, Kristbjörg Traustadóttir

Sjáið Kristbjörgu. Hún á afmæli eins og Félag íslenskra landslagsarkitekta.

Kristbjörg lærði fagið í KVL í Kaupmannahöfn og útskrifaðist þaðan árið 2011. Hún er sjálfstætt starfandi. Kristbjörgu finnst Meðferðargarðurinn hjá BUGL vera eitt af skemmtilegustu verkefnunum ásamt því að vera lærdómsríkt samstarfsverkefni.

Í tilefni dagsins var Kristbjörg spurð spjörunum úr.

  • Áttu þér uppáhalds tré? Reynitrén fyrir fuglana og augað.
  • Hvaða bók er á náttborðinu? Scandinavian RETRO er alltaf á borðinu.
  • Er einhver landslagsarkitekt / arkitekt sem þér þykir skara fram úr? Áslaugarnar í fameliunni Trausta og Þorgeirsd.
  • Hver er fallegasti staður á landinu? Kaldaklif.
  • Hvert er uppáhalds útivistarsvæðið þitt? Langisandur.
  • 30 x 30 eða 40 x 40? 30 x 30.

 

Þetta var Kristbjörg. Hún á afmæli eins og Félag íslenskra landslagsarkitekta.  Verið eins og Kristbjörg.