FÉLAG ÍSLENSKRA LANDSLAGSARKITEKTA

Afmælisbarn dagsins, Anders Terp

Sjáið Anders. Hann á afmæli eins og Félag íslenskra landslagsarkitekta.

Anders lærði fagið í KVL í Kaupmannahöfn og útskrifaðist þaðan árið 2009 og vinnur í dag hjá Landslagi ehf.

Í tilefni dagsins var Anders spurður spjörunum úr.

  • Áttu þér uppáhalds tré? Hjartartré.
  • Er einhver landslagsarkitekt / arkitekt sem þér þykir skara fram úr? Le Nôtre, Corbusier, Koolhaas, Sanaa, Sleth.
  • Hvert er uppáhalds útivistarsvæðið þitt? Dyrehaven í Lyngby.
  • Fallegasti staður á landinu? Þingvallavatn.
  • Áttu þér uppáhalds tónlistarmann? Akkurat núna; Mica Levi, Mark Fell, Gyða Valtýsdóttir.
  • Uppáhalds bíómynd? Paris, Texas (Wim Wenders)

 

Þetta var Anders. Hann á afmæli eins og Félag íslenskra landslagsarkitekta.  Verið eins og Anders.