FÉLAG ÍSLENSKRA LANDSLAGSARKITEKTA

Haustfundur hinn fyrsti

Það er kraftmikill vetur framundan hjá FÍLA og fyrsti viðburður haustsins er nú þegar í augsýn. Þann 11. október næstkomandi kl 20.00 verður haldinn opinn  umræðufundur í  sal Eflu, Lynghálsi 4, 110 Reykjavík til þess að taka stöðu ýmissa mála hjá FÍLA og setja í farveg frekari vinnu. Málefnin sem við munum taka á eru eftirfarandi:

  • Menntamál / endurmenntun
  • Tækniþróun
  • Sýnileiki og kynningarmál – m.a uppfærsla á heimasíðu og  instagramsíðu
  • Samstarf við aðra
  • Starfsvið og eftirspurn
  • Áhugi félagsmanna um fagferð erlendis 

Vonumst til að sjá sem flest!