FÉLAG ÍSLENSKRA LANDSLAGSARKITEKTA

Hönnunarverðlaun Íslands 2022

Afhending Hönnunarverðlauna Íslands 2022 fer fram í Grósku þann 17. nóvember næstkomandi.

Fyrir verðlaunaafhendinguna verður sjónum beint að þeim framúrskarandi og fjölbreyttu verkum sem hljóta tilnefningu í ár og gestum gefst tækifæri til að fá innsýn og taka þátt í samtali um þau. Í ár tilnefnir dómnefnd sex einstök verkefni til verðlaunanna, en sameiginlegur þráður í þeim öllum er endurnýting efna, samfélagsleg ábyrgð, umhverfi, samstarf, náttúra og nýsköpun.

Hönnuðir og höfundar tilnefndra verka munu stíga á svið í Grósku og fjalla um verkefnin sín, innblástur, hugmyndir, útkomu og áhrif. Bergur Finnbogason, creative director hjá CCP er kynnir og leiðir samtal ásamt Rúnu Thors, hönnuði og lektor í hönnunardeild Listaháskóla Íslands. 

Í kjölfarið fer afhending Hönnunarverðlauna Íslands fram þar sem veitt verða Heiðursverðlaun Hönnunarverðlauna Íslands, viðurkenning fyrir bestu fjárfestingu í hönnun og loks aðalverðlaunin, Hönnunarverðlaun Íslands 2022. 

Dagskrá – Hönnunarverðlaun Íslands 2022

14:30 Húsið opnar – Kaffi í boði Kaffitárs

15:00 Innsýn inn í tilnefningar til Hönnunarverðlauna Íslands 2022

16:00 Hlé – Kaffi í boði Kaffitárs

16:20 Innsýn inn í tilnefningar til Hönnunarverðlauna Íslands 2022

17:00 Gleðistund og upphitun á Mikka ref í Veru mathöll
– sérstakur hátíðardrykkur í tilefni verðlaunanna 

Verðlaunaafhending 

18:00 – 19:00 Afhending Hönnunarverðlauna Íslands 2022

19:00 – 20:00 Fögnuður og skál 

Þar sem sætafjöldi er takmarkaður biðjum við gesti vinsamlegast að skrá sig hér.

Það er Miðstöð hönnunar og arkitektúrs sem stendur að verðlaununum, í samstarfi við Hönnunarsafn Íslands, Listaháskóla Íslands, Íslandsstofu og Samtök iðnaðarins.

Frekari upplýsingar um Hönnunarverðlaun má finna á eftirfarandi heimasíðu Hönnunarmiðstöðvar