FÉLAG ÍSLENSKRA LANDSLAGSARKITEKTA

Fílaskólinn – Þakgarðar frá A-Ö

Hvers vegna enda þakgarðar oft á að verða gróskuminni en á þeim þrívíddarmyndum sem unnar eru í upphafi verka. Af hverju minnkar jarðvegsþykktin og gróðurmagnið gjarnan í hönnunarferlinu. Þriðjudaginn 5. mars mun Fíla standa að morgunfundi þar sem við ætlum að ræða hönnun þakgarða, áskoranir sem þeim fylgja og framtíðina. Hvað erum við að gera vel og hvað má betur fara. Fíla hefur fengið til sín flotta hönnuði og framkvæmdaraðila sem öll hafa unnið með garðrými ofan á þakplötu. Fyrirlesararnir,sem verða kynntir fljótlega, munu með erindum sínum kveikja umræðu um þetta mikilvæga málefni sem er svo stór hluti verkefna okkar landslagsarkitekta.

Fundurinn verður haldinn í salnum Fenjamýri í Grósku frá 09.00-12.00. Viðburðurinn er ókeypis fyrir félagsfólk en það þarf að skrá sig á ritari@fila.is eða hér Fílaskólinn: Þakgarðar frá A-Ö | Facebook