Fíla – vorferð
Kæru fílar!
Dagskrárnefnd FÍLA blæs til ærlegs vorfögnuðar þann 20. maí næstkomandi, eftir stranga tíma með allt of litlum samkomum. 🥳
Við stefnum ut fyrir landsteina, á haf út. 🌊
Landkrabbar vinsamlegast mæti með sjóveikispillur. 🦀🦀
Ofurhugar vinsamlegast mæti með sundföt!🤿
Hittumst á bryggjunni (grandagarðar) stundvíslega kl 16:30 þann 20. maí.
Við ætlum í snekkjusiglingu um strandlínu Reykjavíkurborgar ! 🛥🛥Fljótandi og fastar veitingar í boði FÍLA um borð, og fjölnota ælupokar verða til staðar. 🤮
Ítrekað að akkeri verða dregin upp kl 17:00 stundvíslega⚓️⚓️ en nauðsynlegt er að mæta um hálftíma fyrr til að stíga saman dans til heiðurs Póseidons og lægja þannig öldur höfuðborgarinnar ! 🧜♂️
Skv. Samningi verður ekki lagt aftur að landi fyrr en amk. 2 meðlimir hafa gengið plankann! 🏴☠️ en þá er gert ráð fyrir áframhaldandi gleðskap fram á kvöld í nærliggjandi salarkynnum!
Fjölmennum öll og njótum samveru hvors annars á þessum einstaka og skemmtilega viðburði ! Meldið mætingu sem fyrst svo mamma kapteinsins geti prjónað fleiri ælupoka! 🧶
Kv.Dagskrárnefndin