FÉLAG ÍSLENSKRA LANDSLAGSARKITEKTA

Afmælisbarn dagsins, Þórólfur Jónsson

Sjáið Þórólf. Hann á afmæli eins og Félag íslenskra landslagsarkitekta.

Þórólfur útskrifaðist frá Landbúnaðarháskóla Svíþjóðar árið 1987 og starfar á deild náttúru og garða á skrifstofu umhverfisgæða á umhverfis- og skipulagssviði Reykjavíkurborgar. Helstu verkefni eru að sitja á fundum og svara tölvupósti ásamt ýmis konar umsagnagerð, miklu minni sími en var áður.

Í tilefni dagsins var Þórólfur spurður spjörunum úr.

  • Skemmtilegustu verkefnin? Skemmtilegur fundur með alls konar fólki um eitthvað tímamóta verkefni.
  • Hefurður farið í „bannað að stíga á strik“ á árinu? Nei en ég hef farið í bílaleik og töluvert verið að leika með svona karla.
  • Uppáhalds bíómynd? Það er sjálfsagt Lord of the Rings og svo þarna skemmtilega myndin, man ekki hvað hún heitir, þar sem allir eru svo góðir og hún endar vel.
  • Framúrskarandi L.ark/ark/hönnuður? Ég hef nú verið svo heppinn að vera með nokkrum slíkum og vísa á lið 3.
  • Uppáhalds útivistarsvæði á landinu? Elliðaárdalurinn.
  • Fallegasti staður á landinu? Látrar í Aðalvík. Það er logn á víkinni og sólin að setjast.
  • Uppáhalds tónlistarmaður? Þessu er ekki hægt að svara því það eru margir í uppáhaldi.
  • Ef þú mættir ráða öllu, hvaða verkefni yrði ráðist í næst? Sjá til þess að ég réði ekki öllu því það væri ekki heppilegt.

 

Þetta var Þórólfur. Hann á afmæli eins og Félag íslenskra landslagsarkitekta. Þórólfur hefur skotið hreindýr, geðveikt adrenalín. Hann er samt ekki svona “matsógaur”, getur tárast yfir minningargreinum um óþekkt fólk. Verið eins og Þórólfur.