FÉLAG ÍSLENSKRA LANDSLAGSARKITEKTA

Afmælisbarn dagsins, Helga Aðalgeirsdóttir

Sjáið Helgu. Hún á afmæli eins og Félag íslenskra landslagsarkitekta.

Helga útskrifaðist frá Norges landbrukshøgskole sumarið 1991. Helga vinnur við mat á umhverfisáhrifum og undirbúning vegaframkvæmda hjá Hönnunardeild Vegagerðarinnar og er með aðsetur á Akureyri.

Í tilefni dagsins var Helga spurð spjörunum úr.

  • Skemmtilegastu verkefnin? Það er erfitt að gera upp á milli verkefna. Stór langtíma umhverfismatsverkefni eru mjög krefjandi og gaman að taka þátt í þeim. Hins vegar eru verkefni sem taka stuttan tíma, t.d. könnun á matsskyldu framkvæmda eða hönnun áningarstaðar skemmtilegri.
  • Hefurðu farið í „bannað að stíga á strik“ á árinu? Nei.
  • Uppáhalds bíómynd? Á þessum árstíma er það Love Actually.
  • Framúrskarandi L.ark/ark/hönnuður? Því miður fylgist ég ekki nógu vel með…..
  • Uppáhalds útivistarsvæði á landinu? Kjarnaskógur.
  • Fallegasti staður á landinu? Tjörnin í Ásbyrgi.
  • Uppáhalds tónlistarmaður? Synir mínir.
  • Ef þú mættir ráða öllu, hvaða verkefni yrði ráðist í næst? Verkefnin eru óþrjótandi, en heilsárshringvegur um Vestfirði er nauðsynlegur. Víða um land þarf að ráðast í styttingar og lagfæringar á Hringveginum og má þar nefna við Miklabæ í Skagafirði og við Blönduós. Einnig er nauðsynlegt að útrýma einbreiðum brúm á Hringveginum, en þær eru ennþá alltof margar. Auk þessa þarf að aðskilja akstursstefnur á Hringvegi milli Mosfellsbæjar og Borgarness, milli Hveragerðis og Selfoss og á Reykjanesbraut.

 

Þetta var Helga. Hún á afmæli eins og Félag íslenskra landslagsarkitekta og kannast ekki við neitt undarlegt í sínu eigin fari. Verið eins og Helga.