FÉLAG ÍSLENSKRA LANDSLAGSARKITEKTA

Afmælisbarn dagsins, Margrét Backman

Sjáið Margréti. Hún á afmæli eins og Félag íslenskra landslagsarkitekta.

Margrét útskrifaðist útskrifaðist sumarið 2002 frá Den Kongelige Veterinær- og Landbohøjskole í Kaupmannahöfn. Margrét hefur verið búsett í Noregi síðan 2011 þar sem hún vinnur hjá Norconsult AS í Stavanger. Helstu verkefni eru heildarhönnun stórra hverfa þar sem öll leiksvæði, græn svæði, íþróttasvæði, almennings- og göturými eru hönnuð. Einnig almenningsgarðar, leikskólalóðir og nú undanfarið almenningsrými við höfnina (havnepromenader).

Í tilefni dagsins var Margrét spurð spjörunum úr.

  • Skemmtilegastu verkefnin? Mér finnst öll verkefni skemmtileg þar sem skissupappírinn er á lofti og ég fæ rými til að skapa. Hverfishönnunin finnst mér skemmtilegust og fjölbreyttust. Það er þverfagleg teymisvinna með vega- og lagnahönnuðum. Oft þekki ég deiliskipulagið áður en verkið hefst því stundum er ég hluti af þverfaglegu skipulagsteymi í sjálfri deiliskipulagsgerðinni.
  • Hefurðu farið í „bannað að stíga á strik“ á árinu? Ójá, að minnsta kosti fjórum sinnum og finnst það alltaf jafn skemmtilegt.
  • Uppáhalds bíómynd? Ætli það sé ekki bara Forrest Gump eða Love Actually.
  • Framúrskarandi L.ark/ark/hönnuður? Lærifeður mínir Reynir Vilhjálmsson og Þráinn Hauksson. Er þeim ævinlega þakklát fyrir þá reynslu sem ég öðlaðist áður en ég flutti til Noregs.  Ég fylgist líka með samnemendum mínum úr KVL og finnst margt mjög spennandi sem þeir eru að gera.
  • Uppáhalds útivistarsvæði á landinu? Elliðaárdalurinn er í miklu uppáhaldi.
  • Fallegasti staður á landinu? Flatey á Breiðafirði er minn hjartastaður að eilífu.
  • Uppáhalds tónlistarmaður? Ótrúlega margir en Orri Backman Birgisson stendur hjarta mínu næst. Ég er mikið tónlistarnörd og hlusta á tónlist nánast allan daginn. Spotify var búið til fyrir manneskju eins og mig sem þyrstir ávallt í nýtt efni að hlusta á en vil samt hafa greiðan aðgang að gömlu uppáhaldslögunum. Þau nöfn sem koma fyrst upp í kollinn af tónlistarfólki sem hefur fylgt mér lengi – AHA, Coldplay, REM, Sting, GusGus, First Aid Kit, Kent og svo af því að ég bý í Noregi vil ég nefna Hilde Selvikvåg, Susanne Sundfør, Aurora og Siri Nilsen.
  • Ef þú mættir ráða öllu, hvaða verkefni yrði ráðist í næst? Ætla að halda því leyndu, hver veit nema ég muni ráða öllu einn daginn ?

 

Þetta var Margrét. Hún á afmæli eins og Félag íslenskra landslagsarkitekta og hún man öll símanúmer og afmælisdaga hjá bekkjarfélögum sínum úr barnaskóla. Verið eins og Margrét.