Afmælisbarn dagsins, Sigurborg Ósk Haraldsdóttir
Sjáið Sigurborgu. Hún á afmæli eins og Félag íslenskra landslagsarkitekta.
Sigurborg útskrifaðist frá Arkitektur- og designhögskolen i Oslo árið 2012 með Msc. gráðu í Landslagsarkitektúr. Sigurborg vinnur í borgarstjórn Reykjavíkur við að breyta ferðavenjum, gera borgina grænni og rífast við gamla kalla.
Í tilefni dagsins var Sigurborg spurð spjörunum úr.
- Skemmtilegastu verkefnin? Endurhanna götur með fullt af gróðri.
- Hefurður farið í „bannað að stíga á strik“ á árinu? Stíg aldrei á strik.
- Uppáhalds bíómynd? Cloud Atlas.
- Framúrskarandi L.ark/ark/hönnuður? Kathryn Gustafsson.
- Uppáhalds útivistarsvæði á landinu? Hofsvíkurfjaran á Kjalarnesi.
- Fallegasti staður á landinu? Matarborðið þegar öll fjölskyldan situr við það.
- Uppáhalds tónlistarmaður? Allar konur sem þora að láta rödd sína heyrast.
- Ef þú mættir ráða öllu, hvaða verkefni yrði ráðist í næst? Borgarlínu.
- Ertu byrjuð að skreyta? Já maður!
Þetta var Sigurborg. Hún á afmæli eins og Félag íslenskra landslagsarkitekta og hún ELSKAR Star Trek.Verið eins og Sigurborg.