FÉLAG ÍSLENSKRA LANDSLAGSARKITEKTA

Afmælisbarn dagsins, Ólafur Gylfi Gylfason

Sjáið Ólaf. Hann á afmæli eins og Félag íslenskra landslagsarkitekta.

Ólafur útskrifaðist frá Arkitekta- og hönnunarháskólanum í Osló, árið 2015. Ólafur vinnur á Landslagi við allt mögulegt.

Í tilefni dagsins var Ólafur spurður spjörunum úr.

  • Skemmtilegustu verkefnin? Þau eru öll skemmtileg, en því fjölbreytnari sem verkefnin eru, því skemmtilegri.
  • Uppáhalds tréð? Gullregn, man svo sterkt í æsku þegar ég sá Gullregn í fyrsta skiptið á Akureyri, var mjög hrifinn.
  • Uppáhalds bíómynd? Þær eru margar góðar, Fight Club, Reservoir Dogs en ég myndi segja Leon.
  • Hvert er uppáhalds útivistarsvæðið þitt? Í augnablikinu er það Elliðaárdalurinn.
  • Fallegasti staður á landinu? Þeir eru alltof margir, erfitt að nefna einhvern einn.
  • Uppáhalds tónlistarmaður? Þessa dagana er það Kendrick Lamar.

 

Þetta var Ólafur. Hann á afmæli eins og Félag íslenskra landslagsarkitekta. Verið eins og Ólafur.