FÉLAG ÍSLENSKRA LANDSLAGSARKITEKTA

Afmælisbarn dagsins, Jóhann Sindri Pétursson

Sjáið Jóhann Sindra.  Hann á afmæli eins og Félag íslenskra landslagsarkitekta.

Jóhann Sindri útskrifaðist frá SLU Alnarp árið 2014. Jóhann Sindri vinnur á Landmótun og eru verkefnin þar jafn fjölbreytt og þau eru mörg.

Í tilefni dagsins var Jóhann Sindri spurður spjörunum úr.

  • Skemmtilegustu verkefnin?  Hef ekki ennþá unnið leiðinlegt verkefni í þessu starfi.
  • Uppáhalds tréð og afhverju?  Gullregn, því stærri því betri. Liturinn að sjálfsögðu!
  • Uppáhalds bíómynd? Pan’s Labyrinth.
  • Hvert er uppáhalds útivistarsvæðið þitt?  Laugardalurinn.
  • Fallegasti staður á landinu? Borgarfjörður eystri.
  • Uppáhalds tónlistarmaður? Í augnablikinu Prince og Stormzy.

 

Þetta var Jóhann Sindri. Hann á afmæli eins og Félag íslenskra landslagsarkitekta.  Verið eins og Jóhann Sindri.