FÉLAG ÍSLENSKRA LANDSLAGSARKITEKTA

Afmælisbarn dagsins, Sigríður Brynjólfsdóttir

Sjáið Sigríði.  Hún á afmæli eins og Félag íslenskra landslagsarkitekta.

Sigríður útskrifaðist frá Norges Landbrukshögskole sem heitir nú Universitetet for miljø- og biovitenskap, árið 1995. Sigríður hefur unnið hjá Hornsteinum arkitektum frá árinu 2000 og tekist þar á við mörg fjölbreytt og krefjandi verkefni, stór sem smá.  Á Hornsteinum eru að auki við landslagsarkitekta, arkitektar, innahúsarkitekt og byggingarfræðingar og segir Sigríður það vera sérstaklega áhugavert að vera hluti af teymi sem þar sem á sér stað svo náið samstarf á milli þessara fagsviða, sem öll eru hluti af því að skapa okkar manngerða umhverfi.

Í tilefni dagsins var Sigríður spurð spjörunum úr.

  • Skemmtilegustu verkefnin?  Ég hef mesta ánægju af þeim verkefnum sem fela í sér hönnun frekar en eintómt skrifræði. Verkefni þar sem við náum að beita okkar menntun í landslagsarkitektúr hvað best til að hafa jákvæð og uppbyggjandi áhrif á okkar umhverfi nær og fjær.
  • Uppáhalds plantan og hvers vegna? Ég á oftast Orkideu í stofuglugganum en af trjám er hlynur í algjöru uppáhaldi og reyni að koma honum að í sem flestum verkefnum.  Hlynir hafa svo einstaklega fallega krónu ef þeir ná að “plumma” sig. Við húsið mitt er einmitt “blóðhlynur” sem hefur þessi líka kröftugu fallegu koparlituðu laufblöð.
  • Hvaða bók er á náttborðinu? Ég var að klára bókina “Option-B” eftir Sheryl Sandberg en þar skrifar hún um reynslu sína þegar eiginmaður hennar var bráðkvaddur. Við eigum öll eftir að upplifa sorg eða umgangast fólk sem hefur lent í mikilli sorg.  Í þessari bók eru margar góðar leiðbeiningar sem vert er að hafa í huga þegar maður lendur í slíkum aðstæðum. Áhrifamesta bók sem ég hef nýverið lesið er “Einn af okkur” eftir Åsne Seierstad.  Hún fjallar um Breivik og ódæðisverk hans en ekki síður um nokkur þeirra ungmenna sem voru í Utøya þennan örlagaríka dag.  Einstaklega vel skrifuð bók.
  • Falin perla hönnuð af landslagarkitekt, veist þú um svoleiðis? Mér fannst einstaklega gaman að sjá Diana Memorial Fountain í Hyde Park, en það er nú ekki hægt að segja að það sé falin perla þar sem hann er mjög fjölsóttur.  Skemmtilegt að byggja slíkar minningastaði sem hægt er að nýta og njóta.
  • Hvert er uppáhalds útivistarsvæðið þitt?  Elliðaárdalurinn er í miklu uppáhaldi, nú svo Þórsmörk frábært útivistarsvæði með ótal göngumöguleikum. 
  • Fallegasti staður á landinu? Eins og er eru það Lónsöræfin en þangað fórum við í fyrsta sinn í sumar.  Nú svo var ógleymanlegt að sigla á spegilsléttu Ísafjarðadjúpinu út í Vigur. 
  • Uppáhalds tónlistarmaður? Eins lummulegt og það kann að vera þá verð ég bara að segja ABBA, ég get alltaf hlustað á þau.  Hef meira að segja farið á safnið þeirra í Stokkhólmi :-).  Nú svo er hin franska Indila mjög flott.  

 

Þetta var Sigríður. Hún á afmæli eins og Félag íslenskra landslagsarkitekta og á plöstunar- og gormavél ?  Verið eins og Sigríður.