FÉLAG ÍSLENSKRA LANDSLAGSARKITEKTA

Afmælisbarn dagsins, Gísli Gíslason

Sjáið Gísla. Hann á afmæli eins og Félag íslenskra landslagsarkitekta.

Gísli lærði fagið í NLH og útskrifaðist þaðan vorið 1991. Hann vinnur í dag hjá Eflu verkfræðistofu við skipulagsverkefni, einkum aðal- og deiliskipulag en  einnig við mat á umhverfisáhrifum og svo verkefnastjórnun almennt.  Honum þykir enginn staður á landinu fegurri en Þórsmörk.

Í tilefni dagsins var Gísli spurður spjörunum úr.

  • Skemmtilegustu verkefnin? Deiliskipulagsverkefni.
  • Áttu þér uppáhalds tré? Ilmreynir;  harðgert, litskrúðugt.
  • Er einhver landslagsarkitekt / arkitekt sem þér þykir skara fram úr? Yngvi Þór Loftsson, jafnvígur á skipulag og hönnun.
  • Hvaða bók er á náttborðinu? Öræfi.
  • Hvert er uppáhalds útivistarsvæðið þitt? Fjallabakssvæðið.
  • Áttu þér uppáhalds tónlistarmann? Karlakór Rangæinga.
  • 30×30 eða 40×40? 30×30

 

Þetta var Gísli. Hann á afmæli eins og Félag íslenskra landslagsarkitekta.  Verið eins og Gísli.