FÉLAG ÍSLENSKRA LANDSLAGSARKITEKTA

Afmælisbarn dagsins, Einar E. Sæmundsen

Sjáið Einar.  Hann á afmæli eins og Félag íslenskra landslagsarkitekta.

Einar er alinn upp í Kópavogi frá 1950 og býr þar enn. Öll unglingsári fram á þrítugsaldur vann hann í Skógræktarstöðinni í Fossvogi en lagði svo stund á garðyrkjunám í Danmörku og Noregi á árunum 1961-65. Því næst fór Einar í  Kunstakademiets Arkitektskole í Kaupmannahöfn hvar hann svo útskrifaðist sumarið 1972. Er hann annar af tveim íslendingum sem hafa útskrifast sem landslagsarkitektar frá arkitektaskólann, en hinn er Reynir Vilhjálmsson.

Einar hóf störf á teiknistofu Reynis Vilhjálmssonar strax að loknu námi í ágúst 1972 og var þar fram undir 1980. Hann hafði áður hafið að hluta hafið rekstur eigin stofu fyrst sem hann svo rak til 1987.

Fyrsta janúar 1987 var Einar ráðinn sem garðyrkjustjóri hjá Kópavogsbæ og gegndi hann því starfi til 1993. Var hann þá sjálfstætt starfandi þar í september 1994 þegar hann stofnaði Landmótun sf. ásamt þeim Gísla Gíslasyni og Yngva Þór Loftssyni.

Árið 2009 var Einar svo ráðin í 25% starf sem lektor við LBHÍ Landbúnaðarháskóla Íslands sem hann gengdi til ársins 2011.  Núna er Einar laus og liðugur (á vinnumarkaði) en er að fylgja eftir og ljúka nokkrum verkefnum sem voru að klárast og/eða færa önnur yfir til annarra á Landmótun.

Einari hefur þótt skemmtilegast að vinna hálendisskipulagið og ýmis skipulög fyrir sveitarfélög sem hafa veitt honum ánægju og kynni af fólki víðsvegar, en hann hefur oft fundið til þess hversu gott er að hafa jarðtengingu með landslagshönnun og framkvæmdir. Byrjaði að teikna einkagarða og fjölbýlisgarða síðar  kirkjugarðar og þjóðgarða.

Í tilefni dagsins var Einar spurður spjörunum úr.

  • Áttu þér uppáhalds tré?Öll tré – sérstaklega öspin, hún er stórvaxin og er fyrir mér sönnun þess hve mikill orka og lífskraftur býr í íslenskum jarðvegi og lífríki en líka ilmurinn og laufblöðin. Breytir því ekki að máltækið rétt tré á réttum stað á alltaf við.
  • Er einhver landslagsarkitekt / arkitekt sem þér þykir skara fram úr?Brautryðjandinn Reynir Vilhjálmsson og Sven Ingvar Anderson,  gömlu kennararnir mínir.  Mótun umhverfisins sem mætir þörfum almennings skarar fram úr. Til þess að skara fram úr í framtíðinni, bíða landslagarkitekta flókin úrlausnarefni og áskoranir, sem miða að því að draga úr hlýnun andrúmsloftsins.  Aukin notkun trjágróðurs, meðferð ofanvatns og nýjar samgöngulausnir, allt til að draga úr notkun okkar á jarðefnaeldsneyti.  Framtíðin er núna, byrjið strax.
  • Hvaða bók er á náttborðinu?Aðallega ein, hún er á náttborðinu, á skrifborðinu og matarborðinu. Bók sem er að verða til og kemur vonandi út á afmælisári FÍLA, óvart.
  • Hver er fallegasti staður á landinu?Jökulsárgljúfur og  Þingvellir.
  • Hvert er uppáhalds útivistarsvæðið þitt?Alþingisgarðurinn, Fossvogsdalurinn og uppsveitin mín í Árnessýslu
  • Áttu þér uppáhalds tónlistarmann?JóiPé og Króli, Ásgeir, Baggalútur, ABBA og Bítlarnir síðan klassík, innlend og erlend, sem sagt alæta.
  • 30×30 eða 40×40? 30×30 hellan þótti fara betur með þá sem unnu við hellulögn eftir langt tímabil með 40×40 sem var mikill léttir eftir 50×50 tímabilið?

 

Þetta var Einar. Hann á afmæli eins og Félag íslenskra landslagsarkitekta.  Verið eins og Einar.