FÉLAG ÍSLENSKRA LANDSLAGSARKITEKTA

Afmælisbarn dagsins, Ragnhildur Skarphéðinsdóttir

Sjáið Ragnhildi. Hún á afmæli eins og Félag íslenskra landslagsarkitekta.

Ragnhildur lærði fagið í Gloucester College of Art & Design í Englandi og útskrifaðist þaðan árið 1980. Hún tók svo starfsréttindapróf frá The Landscape Institute, MLI árið 1982 en fór svo í kennslu- og menntunarfræði frá Háskólanum á Akureyri og útskrifaðist þaðan árið 2013.

Hún vinnur hjá Hornsteinum og telur það allt of langt mál að telja upp helstu verkefni – enda myndi enginn nenna að lesa það, en skemmtilegustu verkefni Ragnhildar eru þó verkefni líðandi stundar.

Í tilefni dagsins var Ragnhildur spurð spjörunum úr.

  • Áttu þér uppáhalds tré? Þau eru nokkur og eru alltaf tengd fallegum minningum. Weeping Willow (grátvíðirinn) við tjörnina í Pittwille Park í Cheltenham á Englandi. Hrossakastaníutréin – í blóma – meðfram ánni Signu í París. Birkiskógurinn inn af Bustafelli – upp með Hofsá í Vopnafirði, með skógarbotninn þakinn eini og blágresi. Eikartréið í garðinum heima, sem minnir mig á minn kæra vin; skáldið Þorstein frá Hamri.
  • Er einhver landslagsarkitekt / arkitekt sem þér þykir skara fram úr? Landslagsarkitektar: Capability Brown, Gertrude Jekyll og Roberto Burle Marx. Þau vörðuðu leiðina fyrir okkur hin. Arkitektar/hönnuðir: Frank Lloyd Wright, breytti því hverning við byggjum og lifum; maður og umhverfi eru eitt. Foreldrar mínir Kristín Guðmundsdóttir híbýlafræðingur og Skarphéðinn Jóhannsson arkitekt Þau kenndu mér 3 grundvallarreglur : Það smáa væri jafn mikilvægt og það stóra. Velja alltaf gæði umfram magn. Hafa sannfæringu fyrir því sem maður er að gera – og selja aldrei sálu sína.
  • Hver er fallegasti staður á landinu?Arnarfjörður
  • Hvert er uppáhalds útivistarsvæðið þitt? Í túnina heima.
  • Áttu þér uppáhalds tónlistarmann? Louis Armstrong.
  • 30×30 eða 40×40? Í augnablikinu 40×40.

 

Þetta var Ragnhildur. Hún á afmæli eins og Félag íslenskra landslagsarkitekta.  Verið eins og Ragnhildur.