Afmælisbarn dagsins, Björn Jóhannsson
Sjáið Björn. Hann á afmæli eins og Félag íslenskra landslagsarkitekta.
Björn útskrifaðist frá Gloucestershire á Englandi árið 1993. Vinnustaður Björns er Urban Beat þar sem vandað er til verks við að teikna garða íslendinga.
Í tilefni dagsins var Björn spurður spjörunum úr.
- Skemmtilegustu verkefnin? Þrívíðar teikningar og kennsla á Sketchup forritið fyrir Iðuna og sænskar arkitektastofur.
- Uppáhalds tréð? Jólatréð í geymslunni minni. Ég tek það úr kassanum, slétti úr greinunum og sting því í samband.
- Uppáhalds bíómynd? Engin í augnablikinu en hef grun um að það verði Deliverance frá 1972 þegar ég verð búinn að sjá hana..
- Falin perla hönnuð af landslagsarkitekt, veist þú um svoleiðis? Já, en ef ég segi væri hún ekki falin lengur!
- Hvert er uppáhalds útivistarsvæðið þitt? Miðhálendið og óbyggðu firðirnir á Vestjörðum.
- Fallegasti staður á landinu? Þar sem konan mín stendur hverju sinni, oftast Kópavogur.
- Uppáhalds tónlistarmaður? Það breytist oft en í augnablikinu keppa Clapton, Adele og Dan Reynolds í Imagine Dragons um hnossið.
Þetta var Björn. Hann á afmæli eins og Félag íslenskra landslagsarkitekta og kemur reglulega út úr skápnum sem kántrínörd og hefur alltaf langað til að kunna á harmonikku. Verið eins og Björn