FÉLAG ÍSLENSKRA LANDSLAGSARKITEKTA

Afmælisbarn dagsins, Auður Sveinsdóttir

Sjáið Auði.  Hún á afmæli eins og Félag íslenskra landslagsarkitekta.

Auður útskrifaðist frá NLH (Norges Landbrukshögskole) árið 1973. Auður hefur komið víða við, margir vinnustaðir og mörg verkefni – sum krefjandi, erfið, ögrandi og skemmtileg.

Í tilefni dagsins var Auður spurð spjörunum úr.

  • Skemmtilegustu verkefnin?  Að fá tækifæri til að miðla um  verðmæti og sérstöðu íslensks landslags og menningu.
  • Uppáhalds tréð og afhverju?  Birkiskógur-  og undirgróðurinn er  í uppáhaldi.
  • Uppáhalds bíómynd? Zorba –  er eftirminnileg  frá því rétt eftir miðja síðustu öld. Falin perla hönnuð af landslagsarkitekt, veist þú um svoleiðis? Garðurinn hans Reynis Vilhjálmssonar.
  • Hvert er uppáhalds útivistarsvæðið þitt? Hvað er útivistarsvæði?? núna er Reykjafellið í uppáhaldi.
  • Fallegasti staður á landinu? Sérhver staður hefur sín sérkenni –   Vonarskarð sá ég í sumar.
  • Uppáhalds tónlistarmaður? hmm erfitt-    Ellý Vilhjálms gleður sálina!

 

Þetta var Auður. Hún á afmæli eins og Félag íslenskra landslagsarkitekta.  Verið eins og Auður.