Afmælisbarn dagsins, Berglind Guðmundsdóttir
Sjáið Berglindi. Hún á afmæli eins og Félag íslenskra landslagsarkitekta.
Berglind lærði fagið í KVL í Kaupmannahöfn og útskrifaðist þaðan árið 1997 og vinnur í dag hjá Hafnarfjarðarbæ á Umhverfis- og skipulagssviði. Berglind staðfestir að deiliskipulögin rokka svo ekki sé nú talað um breytingu á aðalskipulagi. Engu að síður er það Gladys Knight sem kemur henni í stuð.
Í tilefni dagsins varBerglind spurð spjörunum úr.
- Áttu þér uppáhalds tré? Birki og þá sérstaklega Bæjarstaðabirkið, hvíti börkurinn og beini stofninn gerir þetta tré svo einstaklega fagurt.
- Hvaða bók er á náttborðinu? Bernskubók Sigurðar Pálssonar.
- Er einhver landslagsarkitekt / arkitekt sem þér þykir skara fram úr? Frederick Olmsted og Bjarke Ingels.
- Hver er fallegasti staður á landinu? Kaldalón á Snæfjallaströnd.
- Hvert er uppáhalds útivistarsvæðið þitt? Garðurinn heima í Hafnarfirði.
- 30 x 30 eða 40 x 40? Ég er þrjátíu þrjátíu týpan.
Þetta var Berglind. Hún á afmæli eins og Félag íslenskra landslagsarkitekta. Verið eins og Berglind.