FÉLAG ÍSLENSKRA LANDSLAGSARKITEKTA

Afmælisbarn dagsins, Sigurður Friðgeir Friðriksson

Sjáið Sigurð Friðgeir. Hann á afmæli eins og Félag íslenskra landslagsarkitekta.

Sigurður Friðgeir útskrifaðist frá University of Copenhagen, árið 2009. Sigurður Friðgeir er skipulagsfulltrúi hjá sveitarfélaginu Borgarbyggð. Skipulagsfulltrúi starfar á grundvelli skipulagslaga, skipulagsreglugerðar og samþykkt sveitarstjórnar um afgreiðslur skipulagsfulltrúa svo og öðrum lögum.

Í tilefni dagsins var Sigurður Friðgeir spurður spjörunum úr.

  • Skemmtilegustu verkefnin? Vinna með hönnuðum og vinna landupplýsingar.
  • Uppáhalds tréð? Stafafura, tilbreyting.
  • Uppáhalds bíómynd? Magnús.
  • Falin perla hönnuð af landslagsarkitekt, veist þú um svoleiðis? Víkingasvæðið á Þingeyri, svæðið á vel við Dýrafjörðinn, sögufrægur staður. Svæðið er ekkert sérstaklega falið, það fara fáir um Dýrafjörðinn miðað við aðra staði.
  • Hvert er uppáhalds útivistarsvæðið þitt? Norðurárdalurinn, Hreðavatn, Grábrók, Glanni og Paradísarlaut.
  • Fallegasti staður á landinu? Breiðafjörður.
  • Uppáhalds tónlistarmaður? Kvelertak, Nick Cave og Jack White. Er a.m.k. að hlusta á fyrrgreinda listamenn þessa dagana.

 

Þetta var Sigurður Friðgeir. Hann á afmæli eins og Félag íslenskra landslagsarkitekta og hefur mikinn áhuga á hestakerrum 🙂 Verið eins og Sigurður Friðgeir.