FÉLAG ÍSLENSKRA LANDSLAGSARKITEKTA

Afmælisbarn dagsins Aðalheiður Kristjánsdóttir

Sjáið Aðalheiði. Hún á afmæli eins og Félag íslenskra landslagsarkitekta.

Aðalheiður lærði fagið í NLH í Ås í Noregi og útskrifaðist þaðan árið 1991 og vinnur með allt milli himins og jarðar hjá Landmótun ehf. Hún tekur Pollýönnu á þetta og segir að skemmtilegustu verkefnin séu þau sem eru á skjánum hjá henni hverju sinni. Aðalheiður tekur Whitney Houston fram yfir margt annað.

Í tilefni dagsins var Aðalheiður spurð spjörunum úr.

  • Áttu þér uppáhalds tré? Álmurinn hjá Helgu á móti yfir vetramánuðina – er eins og flott listaverk,  rússalerkið við Digranesvegi/Kópavogsdal er alltaf fallegt í öllum verðum í eftirmiðdagsbirtunni á mánudögum , Gullregnið í garðinum þegar það blómstrar.
  • Er einhver landslagsarkitekt / arkitekt sem þér þykir skara fram úr? Bekkjabróðir minn, Ranier Stange
  • Hver er fallegasti staður á landinu? Fer eftir birtu og verðri, en alltaf fallegt að horfa á Hádegisfjallið.
  • Hvert er uppáhalds útivistarsvæðið þitt? Oddskarð á sólríkum skíðadegi um páska
  • Áttu þér uppáhalds tónlistarmann? Pink Martini og gott rauðvín…..Villi Vill þegar er ekið milli landshluta.
  • Uppáhalds bíómynd?  The Intouchables

 

Þetta var Aðalheiður. Hún á afmæli eins og Félag íslenskra landslagsarkitekta.  Verið eins og Aðalheiður.