Afmælisbarn dagsins, Eiður Páll Birgisson
Sjáið Eið. Hann á afmæli eins og Félag íslenskra landslagsarkitekta.
Eiður lærði fagið í KVL í Kaupmannahöfn og útskrifaðist þaðan árið 2004 og vinnur í dag hjá Landslagi ehf. Eiði finnst lang skemmtilegast að vinna verkefni sem þarf að hanna í mælikvarðanum 1:1 og verkefni hönnuð með þrívíddartækni eins og til dæmis varnarmannvirki. Þó tekur hann greatest hits með Celine Dion og Rambo 4 fram yfir allt annað.
Í tilefni dagsins var Eiður spurður spjörunum úr.
- Hver eru helstu verkefni þín hjá Landslagi? Hönnun og skipulag í Urriðaholti og Kauptúni. Samgöngustígar og hljóðvarnir í Garðabæ. Ofanflóðavarnir – Siglufjörður, Ólafsvík, Ólafsfjörður, Seyðisfjörður. Fyrirtækjalóðir t.d. Ikea í Garðabær, Litáen og Lettlandi. Torg – Thorsplan, Stjörnutorg, Garðatorg.
- Áttu þér uppáhalds tré? Garðahlynur. Getur orðið glæsilegt og langlíft tré sem hentar í borgarumhverfi.
- Er einhver landslagsarkitekt / arkitekt sem þér þykir skara fram úr? Rem Koolhaas og Reynir Vilhjálmsson.
- Hver er fallegasti staður á landinu? Þórsmörk.
- Hvert er uppáhalds útivistarsvæðið þitt? Laugardalur.
- Áttu þér uppáhalds tónlistarmann? Lemmy Kilmister.
Þetta var Eiður. Hann á afmæli eins og Félag íslenskra landslagsarkitekta. Verið eins og Eiður.