Afmælisbarn dagsins, Finnur Kristinsson.
Sjáið Finn. Hann á afmæli eins og Félag íslenskra landslagsarkitekta.
Finnur lærði fagið í KVL í Kaupmannahöfn og útskrifaðist þaðan árið 1990 og vinnur í dag allt mögulegt hjá Landslagi ehf. Honum þykja þó stærri skalar skemmtilegastir …og Stella í orlofi.
Í tilefni dagsins var Finnur spurður spjörunum úr.
- Áttu þér uppáhalds tré? Silfurreynir, á einn myndarlegan í bústaðnum. Þroskast hægt en örugglega.
- Er einhver landslagsarkitekt / arkitekt sem þér þykir skara fram úr? C. Th. Sörensen og Luis Barragan
- Hver er fallegasti staður á landinu? Þrælholt
- Hvert er uppáhalds útivistarsvæðið þitt? Heiðmörk og Hólmsheiði. Nota mest.
- Áttu þér uppáhalds tónlistarmann? Bach og Hekla …en Whitney Houston kemst ansi nærri þeim.
Þetta var Finnur. Hann á afmæli eins og Félag íslenskra landslagsarkitekta. Verið eins og Finnur.