FÉLAG ÍSLENSKRA LANDSLAGSARKITEKTA

Afmælisbarn dagsins, Yngvi Þór Loftsson

Sjáið Yngva. Hann á afmæli eins og Félag íslenskra landslagsarkitekta.

Yngvi kláraði Mastersgráðu í landslagsarkitektúr við University of Guelph í Ontario, Kanada árið 1986. Hann var deildarstjóri umhverfisdeildar Borgarskipulags Reykjavíkur árin 1986-1993 og stofnaði Landmótun árið 1994 ásamt Einari Sæm og Gísla Gíslasyni. Skemmtilegustu verkefnin finnst Yngva vera Deiliskipulag og hönnun í Öskjuhlíðar, Deiliskipulag og hönnun Ylstrandar í Nauthólsvík, hönnun Lýðveldisgarðs við Hverfisgötu og Svæðisskipulag Miðhálendisins ásamt EES og GG.

Í tilefni dagsins var Yngvi spurður spjörunum úr.

  • Áttu þér uppáhalds tré? Ilmreynirinn, sem er tignarlegur á öllum árstíðum; lauflaus, blaðaður,  með blómsveipum og  berjum sem laða að sér fuglana.
  • Er einhver landslagsarkitekt / arkitekt sem þér þykir skara fram úr? Reynir Vilhjálmsson/Stefán Örn Stefánsson.
  • Hvaða bók er á náttborðinu? Saga Ástu.
  • Hvert er uppáhalds útivistarsvæðið þitt? Öskjuhlíð.
  • Fallegasti staður á landinu? Þingvellir.
  • Áttu þér uppáhalds tónlistarmann? Pink Martini allir sem einn..
  • 30×30 eða 40×40? 30×30.

 

Þetta var Yngvi. Hann á afmæli eins og Félag íslenskra landslagsarkitekta.  Verið eins og Yngvi.