FÉLAG ÍSLENSKRA LANDSLAGSARKITEKTA

Afmælisbarn dagsins, Birkir Einarsson

Sjáið Birki. Hann á afmæli eins og Félag íslenskra landslagsarkitekta.

Birkir lærði fagið í Edinburg Collage og art í Edinborg og útskrifaðist þaðan árið 1997. Hann vinnur í dag hjá Kanon arkitektum við fjölbreytt og skemmtileg verkefni. Honum þykja þau þó skemmtilegust þegar góður samhljómur er milli verkkaupa og ráðgjafa. Honum þykir enginn staður á landinu fegurri en þegar horft er  frá Sveinstindi yfir Langasjó síðdegis á fallegum sumardegi.

Í tilefni dagsins var Birkir spurður spjörunum úr.

  • Áttu þér uppáhalds tré? Sorbus intermedia (margstofna). Kynslóðatré sem varðveita sögur.
  • Er einhver landslagsarkitekt / arkitekt sem þér þykir skara fram úr? Roberto Burle Marx, Yves Brunier, Alexandre Chemetoff, Sir Geoffrey Jellicoe.
  • Áttu þér uppáhalds bíómynd? Líkið í gleðihúsinu.
  • Hvert er uppáhalds útivistarsvæðið þitt? Sprengisandur og Hlíðarfjall.
  • Áttu þér uppáhalds tónlistarmann? Líklega David Bowie.
  • Whitney Houston eða Celine Dion? PJ Harvey

 

Þetta var Birkir. Hann á afmæli eins og Félag íslenskra landslagsarkitekta.  Verið eins og Birkir.