FÍLA 40 ÁRA
Afmælisár
FÍLA er að halda uppá 40 ára afmæli sitt þetta árið. Félag íslenskra landslagsarkitekta, FÍLA, var stofnað 24. febrúar árið 1978. Stofnefndur voru fimm sem nægði til að mynda starfhæfa stjórn. Fyrstu stjórn félagsins skipuðu Reynir Vilhjálmsson sem formaður og meðstjórnendur Auður Sveinsdóttir og Einar E. Sæmundsen. Aðrir stofnfélagar vou Reynir Helgason og frumkvöðullinn Jón H. Björnsson. Í dag eru félagsmenn FÍLA yfir áttatíu talsins, félagið með virka og góða stjórn og framundan dagskrá sem við vonum að sem flestir félagsmenn sjái sér fært að taka þátt í.
Það er ýmislegt framundan. Verið dugleg að fylgjast með heimasíðu og FÍLA facebook síðunni okkar.
Árshátíð og sérstakt afmælishóf verður 24. febrúar á Bergsson Mathús þar sem ætlunin er að skemmta sér í góðra vina hópi. Marsmánuður verður tileinkaður HönnunarMars sem fer fram 15-18. mars og erum við í samstarfsverkefni með Arkitektafélagi Íslands og með vettvang á Ingólfstorgi. Apríl er mánuður tileiknaður landslagsarkitektúr alls staðar í heiminum og aðrir viðburði ársins eru meðal annars útgáfa tímarits, norrænn stjórnarfundur, fyrirlestrar og notalegir félagsfundir svo eitthvað sé nefnt.
Kveðja frá formanni
Fríða Björg Eðvarðsdóttir