FÉLAG ÍSLENSKRA LANDSLAGSARKITEKTA

Nýtt ferjuhús við Skarfabakka og biðskýli við bryggjuna í Viðey

Úrslit í framkvæmdakeppni um hönnun nýs ferjuhús við Skarfabakka og biðskýli við bryggjuna í Viðey voru kynnt í Borgartúni 19. júní en Reykjavíkurborg efndi til keppninnar í samstarfi við Arkitektafélag Íslands.  Alls bárust níu tillögur en átta voru teknar til dóms.

Valin var ein verðlaunatillaga en hana eiga Hornsteinar arkitektar, ein innkaup, en þau sendu inn ZerolmpactStrategies í samstarfi við Kristján Eggertsson FAÍ og athygliverð tillaga frá Eddu Ívarsdóttir, arkitekt.

Vinningstillagan er að mati dómnefndar látlaus og grunnmyndin einföld og afburðaskýr. Allt aðgengi og innra skipulag er mjög gott. Yfirsýn starfsmanna bæði yfir biðsvæði og að ferju er mjög góð. Glerburstir sem hvíla á gagnsæjum biðsalnum mynda ákveðið kennileiti á hafnarsvæðinu. Byggingin býður ferðalanginn velkominn og gefur fyrirheit um ánægjulega ferð.

Hugmyndin að einskonar tóft sem biðskýli í Viðey er skemmtileg og leiðir ferðamanninn aftur í tímann með skírskotun í söguna.

Stærð mannvirkja er áætluð þannig að ferjuhús verði  70 m 2 og biðskýli 20 m 2.

Nánari upplýsingar um verðlaunatillöguna og hinar sjö sem teknar voru til dóms