FÉLAG ÍSLENSKRA LANDSLAGSARKITEKTA

Hugmyndasamkeppni um skipulag háskólasvæðisins

    Tillaga ASK Arkitektar

Úrslit í hugmyndasamkeppni um skipulag háskólasvæðisins voru kynnt 5. júní  2014 á Háskólatorgi. Sex tillögur bárust og voru tvær tillögur valdar og skipta þær með sér 2. og 3. verðlaunum. Alls bárust sex tillögur í samkeppnina en þátttaka var mun minni en vonir aðstandenda stóðu til. Tillögurnar sem hlutu verðlaunin þóttu hvorug gera áherslum dómnefndar fullnægjandi skil og því lenti hvorug þeirra í fyrsta sæti.

Sjá nánari upplýsingar á vef Reykjavíkurborgar (http://reykjavik.is/frettir/urslit-i-hugmyndasamkeppni-um-skipulag-haskolasvaedisins) um niðurstöður dómnefndar og tillögurnar sem settar voru sameiginlega í 2.-3. Sæti.