FÉLAG ÍSLENSKRA LANDSLAGSARKITEKTA

DesignTalks

DesignTalks, fyrirlestradagur Hönnunarmars 2015

Óhefðbundin vinnubrögð, tilraunir, ögrun og fantasía: reglurnar brotna og leikurinn hefst!

Einvala lið alþjóðlegra hönnuða og arkitekta sýna fram á mikilvægi leiks í hönnun og nýsköpun á DesignTalks, fyrirlestradegi Hönnunarmars 2015. Dagurinn markar upphaf hátíðarinnar, líkt og undanfarin ár og mun leikurinn taka á sig fjölbreytta mynd hjá fyrirlesurum dagsins;

  • Jessica Walsh – grafískur hönnuður, listrænn stjórnandi og meðeigandi Sagmeister & Walsh í New York,
  • Marti Guixé – frumkvöðull í matarhönnun, vöruhönnuður og innanhússhönnuður Camper búðanna,
  • Anthony Dunne – prófessor í Design Interactions í RCA, London og stofnandi Dunne&Raby,
  • Julien de Smedt – arkitekt, stofnandi PLOT og stjórnandi Julien De Smedt Architects og Makers With Agendas,
  • Walter Van Beirendonck – fatahönnuður, búningahönnuður og hugmyndasmiður

Nánari upplýsingar um fyrirlesarara á www.honnunarmars.is

Listrænn stjórnandi DesignTalks 2015 er Hlín Helga Guðlaugsdóttir, hönnuður og sýningarstjóri. Hún stýrir einnig umræðum dagsins í samstarfi við Daniel Golling og Gustaf Kjellin, stjórnendur Summit, óháða fréttaveitu um hönnun og arkitektúr.

Þetta er einstakur viðburður sem enginn áhugamaður um arkitektúr, hönnun eða nýsköpun ætti að láta framhjá sér fara. Hér verða reglurnar brotnar og leikurinn hefst!

Tryggðu þér miða strax í dag á www.harpa.is og www.midi.is