FÉLAG ÍSLENSKRA LANDSLAGSARKITEKTA

HA – nýtt tímarit

Nýtt tímarit, HA, kemur út í fyrsta sinn á HönnunarMars 2015!

HA er gefið út af níu fagfélögum undir formerkjum Hönnunarmiðstöðvar Íslands og mun koma út tvisvar á ári og verður bæði á íslensku og ensku.

Áhugasamir geta flett nýja tímaritinu á DesignTalks og á opnunarathöfn HönnunarMars 2015 næstkomandi fimmtudag í Hörpu.

Nánari upplýsingar má finna á heimasíðu Hönnunarmiðstöðvarinnar.