FÉLAG ÍSLENSKRA LANDSLAGSARKITEKTA

HönnunarMars 2015

HönnunarMars fer fram í sjöunda sinn dagana 12. – 15. mars 2015.

Hátíðin spannar vítt svið, þar sýna helstu hönnuðir þjóðarinnar það sem í þeim býr og nýútskrifaðir hönnuðir stíga sín fyrstu skref. HönnunarMars er uppskeruhátíð, þar fara fram viðskiptastefnumót íslenskra og erlendra fyrirtækja við fyrirtæki hönnuða, hann hvetur til samstarfs og þar verða ný stefnumót.

Í HönnunarMars felast tækifæri til þróunar, mennta og nýsköpunar. Síðast en ekki síst felast í honum gríðarleg tækifæri til kynningar á Íslandi. Á HönnunarMars er hönnun kynnt sem atvinnugrein sem byggir á traustum grunni og gegnir veigamiklu hlutverki í samtímanum.

Sjá nánar á síðu Hönnunarmiðstöðvarinnar.