FÉLAG ÍSLENSKRA LANDSLAGSARKITEKTA

Afmælisbarn dagsins, Ingibjörg Kristjánsdóttir

Sjáið Ingibjörgu. Hún á afmæli eins og Félag íslenskra landslagsarkitekta.

Ingibjörg lærði fagið í City College of New York University í New York og útskrifaðist þaðan árið 1991

Hún er sjálfstætt starfandi í ýmsum verkefnum er tengjast m.a. Auroru sjóðnum sem hún stofnaði ásamt eiginmanni sínum árið 2007 ofl.

Síðustu verkefni Ingibjargar sem landslagsarkitekt á Íslandi var þegar hún var meðeigandi hjá Landmótun efh.  Helstu verkefni sem hún vann á þeim tíma voru umhverfi Lækjarins í Hafnarfirði; Hörðuvellir og lóð Lækjaskóla og Hörðuvalla leikskóla. Einnig vann hún að rammaskipulagi Mýrargötu svæðisins ásamt Birni Ólafs arkitekt og VA arkitektum.

Skemmtilegustu verkefni Ingibjargar eru Umhverfi lækjarins og “Sweet Salone” nýjasta verkefni Auroru sjóðsins í Sierra Leone sem tengir saman Íslenska hönnuði og handverksfólk í Sierra Leone.

Í tilefni dagsins var ingibjörg spurð spjörunum úr.

  • Áttu þér uppáhalds tré? Eik…fyrir utan hvað þetta er fallegt tré þá gefur hún svo mikinn og góðan skugga og svo er hún svo traustvekjandi, svo mikill klettur.
  • Er einhver landslagsarkitekt / arkitekt sem þér þykir skara fram úr? Ohh…það eru svo margir góðir, get nefnt t.d Bjarke Ingels og Johannes Thorpe, Hubert Zandberg, Jinny Blom, Rakel Karls…
  • Hver er fallegasti staður á landinu? Löngufjörur á Snæfellsnesi
  • Hvert er uppáhalds útivistarsvæðið þitt? Snæfellsnesið
  • Áttu þér uppáhalds tónlistarmann? Nora Jones… þessa dagana
  • Uppáhalds bíómynd?  “Intouchables”…fyndin, hlý og mannleg. 
  • Whitney Houston eða Celine Dion? Whitney Houston

 

Þetta var Ingibjörg. Hún á afmæli eins og Félag íslenskra landslagsarkitekta.  Verið eins og Ingibjörg.