FÉLAG ÍSLENSKRA LANDSLAGSARKITEKTA

Afmælisbarn dagsins, Gunnar Kári Oddsson

Sjáið Gunnar Kára. Hann á afmæli eins og Félag íslenskra landslagsarkitekta.

Gunnar Kári útskrifaðist frá Landbúnaðarháskóla Svíþjóðar (SLU) í Alnarp, Svíþjóð í október 2017. Vinnustaður Gunnars Kára er Landform ehf. á Selfossi. Helstu verkefni eru; Too soon to tell.

Í tilefni dagsins var Gunnar Kári spurður spjörunum úr.

  • Skemmtilegustu verkefnin? Þau hönnunarverkefni sem krefjast hvað mestrar nákvæmni. Svo skemmir ekki fyrir ef þau fela í sér þrívíddarvinnu og renderingu og svoleiðis djúsí.
  • Uppáhalds tréð? Það er nú sjaldséð hér heima, en það var eitt á skólalóðinni úti í Svíþjóð sem ég dáðist mikið að, það heitir Araucaria araucana, en ég lærði að þekkja það sem Apatré, eða Apahrelli. Mér finnst það alveg einstaklega sérkennilegt og skemmtilegt tré.
  • Uppáhalds bíómynd? Uppáhalds bíómyndin er hver sú mynd sem nær að koma manni á óvart. Nema hrollvekjur.
  • Falin perla hönnuð af landslagsarkitekt, veist þú um svoleiðis? Já ég þykist vita um nokkrar perlur. Annars er hægt að sjá perlur úti um allt ef maður pírir augun rétt.
  • Hvert er uppáhalds útivistarsvæðið þitt? Ég verð ennþá 5 ára þegar ég kem á Bjössaróló, það eru ákveðnir töfrar þar. 
  • Fallegasti staður á landinu? Fallegasti staður á landinu er Miðvík í Aðalvík á Hornströndum. 
  • Uppáhalds tónlistarmaður? Ég verð að segja Brian Elwin Haner Jr. eða Synyster Gates. Sorrý með mig, en mér finnst hann bara alveg ofboðslega flinkur.

 

Þetta var Gunnar Kári. Hann á afmæli eins og Félag íslenskra landslagsarkitekta og finnst lífið vera of stutt til þess að læra að skræla kartöflurnar… hann borðar frekar hýðið! Verið eins og Gunnar Kári.