FÉLAG ÍSLENSKRA LANDSLAGSARKITEKTA

Vinningstillögur – Laugavegur og Óðinstorg

Niðurstöður í hönnunarsamkeppni um Laugaveg og Óðinstorg voru kynntar í Ráðhúsi Reykjavíkur í gær, 15. janúar. Hugmyndirnar sýna endurgerð tveggja svæða, annars vegar á Laugavegi milli Snorrabrautar og Skólavörðustígs og hins vegar Óðinstorgi. Viðfangsefni samkeppninnar var að hanna svæði fyrir almenning sem endurspeglaði bæði góðan borgarbrag og yrði vettvangur fjölbreytts mannlífs, þar sem aukin áhersla væri lögð á gangandi og hjólandi umferð auk góðs aðgengis fyrir alla.

Höfundar vinningstillögu um endurgerð Laugavegar eru Birgir Teitsson, Hulda Sigmarsdóttir og Sara Axelsdóttir, arkitektar hjá Arkís arkitektum. Með þeim í teymi eru Hermann Ólafsson, landslangsarkitekt hjá Landhönnun, Rósa Dögg Þorsteinsdóttir, lýsingarhönnuður, Guðjón Örn Sigurðsson, lýsingahönnuður, Kristveig Sigurðardóttir, skipulagsverkfræðingur og Ramon Contini hjá Verkís og Harpa Cilia Ingólfsdóttir, ferlihönnuður og byggingarfræðingur hjá Aðgengi.

Höfundar vinningstillögu um endurgerð Óðinstorgs eru Anna María Bogadóttir, Einar Hlér Einarsson, Hrólfur Karl Cela og Sigríður Sigþórsdóttir, arkitektar hjá Basalt arkitektum.  Í samstarfi við þau voru Auður Sveinsdóttir, landslagsarkitekt, Edda Ívarsdóttir, borgarhönnuður og Dario Gustavo Nunes Salazar, lýsingarhönnuður hjá Verkís.

Sýning á öllum tillögum hönnunarsamkeppninnar er í Ráðhúsi Reykjavíkur og verður hún opin til kl. 19:00 fimmtudaginn 22. janúar.

Sjá nánar á heimasíðu Reykjavíkurborgar