FÉLAG ÍSLENSKRA LANDSLAGSARKITEKTA

Spot on Kársnes vinningstillaga

Spot on Kársnes vinningstillaga Kársnes – sjálfbær líftaug

Spot on Kársnes vann fyrstu verðlaun í samkeppninni Kársneshöfn – sjálfbær líftaug.

Umsögn dómnefndar:

Tillagan er bæði djörf og dýnamísk, brugðist er vel við áskoruninni hvað varðar tengingar innan höfuðborgarsvæðisins, aðgengi að Kársnesi og lífsgæði innan hins nýja hverfis. Heildaráætlunin er enn fremur studd af mörgum áhugaverðum og nýstárlegum þáttum sem gera svæðið eftirsóknarvert, minnisstætt og lífvænlegt. Áætlunin aðlagast vel byggingum og götum sem fyrir eru. Tillagan er öflug í þeim skilningi að hún er sterk jafnvel þótt einhverjir þættir hennar verði ekki að veruleika. Með því að leggja til tvær brýr fyrir gangandi vegfarendur, hjólreiðamenn og almenningssamgöngur, er tengingum innan höfuðborgarsvæðisins breytt með róttækum hætti. Brýrnar eru einnig styrktar með því að víkka út hlutverk þeirra. Brúin yfir Fossvog verður hluti af sundlaug með einstaka staðsetningu í samanburði við hinar mörgu sundlaugar Íslands.  Hin brúin, yfir á Bessastaðanes, er hluti af bíllausri eyju sem væri nýstárleg viðbót við höfuðborgarsvæðið.

Þéttleikinn, sérstaklega á vestari hlutanum, er tiltölulega mikill sem vekur upp spurningar um aukna umferð til og frá Kársnesi. Áætlunin veitir hins vegar gangandi vegfarendum, hjólreiðamönnum og almenningssamgöngum forgang í stað einkabílsins.  Blöndun byggðar og nýir tengimöguleikar styðja við góða samfélagslega samþættingu.

Hafnarsvæðið er vandlega úthugsað með mismunandi svæðum fyrir margbreytilega starfsemi.  Gönguleiðir frá höfninni að norðurhluta Kársness, yfir skurði og milli bygginga með blandaðri byggð, gera gönguferð vegfarenda bæði áhugaverða og margbreytilega. Tillagan býður upp á sterka og úthugsaða framtíðarsýn fyrir þróun Kársness.

Höfundar tillögunnar Spot On Kársnes:

Dagný Bjarnadóttir, landslagsarkitekt FÍLA

Anders Egebjerg Terp, landslagsarkitekt FÍLA

Gunnlaugur Johnson, arkitekt FAÍ

Frekari upplýsingar má finna á vef Kópavogsbæjar