FÉLAG ÍSLENSKRA LANDSLAGSARKITEKTA

“Plan(e)Tscape” nemasamkeppni IFLA 2024

Hvernig geta landslagsarkitektar náð markverðum árangri í baráttunni gegn áskorunum á sviði loftslagsmála?

Kynnið ykkur endilega þessa spennandi nemendasamkeppni IFLA. Skilafrestur á tillögum er 1. september nk. en í verðlaun eru 1000 evrur sem veitt verða í Búdapest á aðalfundi IFLA Europe í haust! Allir evrópskir nemar í landslagsarkitektúr og allir landslagsarkitektar undir 40 ára aldri sem meðlimir eru í aðildafélagi IFLA Europe eru gjaldgengir í keppnina, sem í ár ber yfirskriftina “Plan(e)Tscape”. Áhersla er á plöntur og margvíslega notkun og ávinning þeirra. Ítarlegri upplýsingar um keppnina má finna á heimasíðu IFLA Europe. 🌿