FÉLAG ÍSLENSKRA LANDSLAGSARKITEKTA

Jón H. Björnsson – 100 ára afmælissýning


Sýning Félags íslenskra landslagsarkitekta um frumkvöðulinn Jón H. Björnsson stóð í Pósthússtræti frá 5. júlí til 23. ágúst 2023. Með sýningunni vildu íslenskir landslagsarkitektar heiðra minningu hans og þakka hið mikla brautryðjendastarf er hann lagði til fagstéttarinnar allrar.  Í sýningarnefnd voru Ásta Camilla Gylfadóttir, landslagsarkitekt FÍLA og Ragnhildur Skarphéðinsdóttir, landslagsarkitekt FÍLA.