Ný námslína fyrir hönnuði og arkitekta í HR
Ný námslína fyrir hönnuði og arkitekta sem vilja byggja upp eða auka viðskiptalegan grunn sinn hefst 18. september í Háskólanum í Reykjavík og stendur námskeiðið til 18. nóvember 2014. Kennt er tvisvar í viku frá kl. 17:15-20:15. Hönnuðum og arkitektum býðst 15% afsláttur af námskeiðsgjöldum.
Námið er kennt samhliða námslínunni rekstrar- og fjármálanám en með litla áherslu á bókhald og ársreikninga. Þess í stað er viðskiptaumhverfið, stefnumótun og framleiðsla/útflutningur tekið fyrir. Á námskeiðinu verður farið yfir helstu þætti við stofnun fyrirtækja, markaðsmál, samningatækni og verkefnastjórnun. Hægt er lengja námið og bæta við tímum um bókhald og ársreikninga.
Verð: 179.000 kr. Hönnuðum og arktiektum býðst 15% aflsláttur af náminu. Umsóknarfrestur er til og með 11. ágúst 2014.
Hér má nálgast kennsluáætlun fyrir haustið 2014.
Nánari upplýsingar um námið má finna vef hér á vefsíðu Háskólans í Reykjavík.