FÉLAG ÍSLENSKRA LANDSLAGSARKITEKTA

Málþing IFLA/NLA: Landslag og lýðræði

Félag norskra landslagsarkitekta (NLA) mun halda málþing 17. október nk. í samvinnu við IFLA Europe og ELASA. Málþingið er haldið í tengslum við aðalfund IFLA Europe sem haldinn er dagana 18.-19. október í Osló. Málþingið er haldið í tengslum við 200 ára afmæli stjórnarskrárinnar í Noregi  og verður haldið á Ási 30 km suður af Osló þar sem Norski háskólinn í Lífvísindum (NMBU – Norwegian University of Life Sciences) er staðsettur. Sjá nánar á www.landskapsarkitektur.no eða meðfylgjandi pdf-skjali.

Dagskrá og nánari upplýsingar